Gunnlaugur Scheving
Gunnlaugur Scheving, 1904-1972, sótti ungur teikninám hérlendis og erlendis en menntaði sig síðan í Konunglega akademíinu í fjögur ár. Þótt Scheving færi fullkomlega eigin leiðir í verkum sínum þá eru augljós áhrif hinna stærstu í heimslistinni, s.s. Léger, Picasso og Chagall. Scheving var meðal fremstu og rismestu listamanna íslenskra á 20. öld og eru málverk hans af alþýðu manna við störf sín til sjávar og sveita best þekkt. Meðal feikilegs fjölda mynda af sjómönnum og fiskveiðum eru kunnar a.m.k. tvær síldveiðimyndir: Bassabáturinn og Síldarbáturinn.
Síldarbáturinn, olíumálverk (hluti myndar).