Kristján H. Magnússon
Kristján H. Magnússon, 1903-1937, var einn fárra Íslendinga sem nam málaralist í Bandaríkjunum. Þótt hann ætti talsverðri velgengni að fagna þar vestanhafs um skeið naut hann sín ekki á heimaslóðum. Verk hans þóttu bera vott um leikni og skólaða kunnáttu fremur en andleg gildi eins og títt var um ameríska myndlist. Þekkt er eitt verk hans frá Siglufirði 1935.