Ljósmyndasafn
Ljósmyndasafn Síldarminjasafnsins telur nær 200,000 ljósmyndir sem eru ýmist prentaðar myndir, negatífur, slædsmyndir eða glerplötur. Myndirnar í safninu gefa mjög greinargóða mynd af sögu staðarins og þar leynast frábærar heimildir um horfna tíma og allt það sem áður var. Það eru ekki bara staðarhættir, húsbyggingar eða þekkt andlit sem marka söguna og lifa í ljósmyndunum – heldur má líka greina þjóðfélagsandann, tískuna, rómantíkina, vinnuna, ástina, erfiðið og ævintýrin.
Unnið er að því að greina ljósmyndirnar í samvinnu við eldri borgara á Siglufirði samhliða því að koma öllum skráðum upplýsingum um myndefnið í stafrænan gagnagrunn til framtíðarvarðveislu.
Þá er jafnframt horft til þess að hanna nýjan ljósmyndavef til að auka möguleika til miðlunar á ljósmyndasafninu og þeim fjársjóði sem þar leynist og tryggja þar með aðgengi almennings að safnkostinum.
Þar til nýr ljósmyndavefur lítur dagsins ljós má skoða hluta myndefnis úr safnkostinum hér .