Kiljan á Siglufirði

Hinn vinsæli og virti sjónvarpsþáttur Egils Helgasonar, Kiljan, heimsótti Siglufjörð í febrúar 2011. Fimm manna teymi frá Sjónvarpinu var hér nyrðra við efnisöflun. Bók Örlygs Kristfinnssonar safnstjóra Síldarminjasafnsins, „Svipmyndir úr síldarbæ“ var aðal aðdráttaraflið og fór höfundur með Agli og fólki hans um helstu söguslóðir bókarinnar og sagði frá.


Kiljan á Siglufirði