Jónsmessuhátíð - umfjöllun N4
Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Síldarminjasafnið í júní 2013 til þess að fjalla um Jónsmessuhátíð safnsins. Aðalviðfangsefni hátíðarinnar að þessu sinni var Gústi guðsmaður og tónlist Gylfa Ægissonar og í þessum þætti segja þau frá, Anita Elefsen og Örlygur Kristfinnsson. Sönghópurinn Gómar syngur nýtt lag Gylfa.
Fyrsta Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins var haldin 2007 og hátíðin 2013 var því sú sjöunda en jafnframt síðasta.
Söngvarar og tónlistarmenn sem komið hafa fram á tónleikum Jónsmessuhátíðarinnar eru Þorvaldur Halldórsson, Ragnar Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttir, Björn Jörundur, Ómar Ragnarsson, Hundur í óskilum og síðast en ekki síst Stúlli og stúararnir; Sturlaugur Kristjánsson, Dúi Benediktsson, Ragnar Páll og Óttar Sæmundsen. Gómar voru Mundína Bjarnadóttir, Birgir Ingimarsson, Björn Sveinsson, Friðfinnur Hauksson, Þórarinn Hannesson, Daníel Pétur Daníelsson og Þorsteinn Sveinsson. Síldarminjasafnið kann öllu þessa ágæta fólki bestu þakkir fyrir samstarfið.
Jónsmessa 2013