Öldin hennar
Öldin hennar eru örþættir sem framleiddir voru af RÚV árið 2015. Þættirnir fjalla um stóra og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpa ljósi á kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. Í 43. þætti voru síldarstúlkur til umfjöllunar og rætt við Steinunni Maríu Sveinsdóttur, fagstjóra Síldarminjasafns Íslands, af því tilefni.