Harry Belafonte og síldarstúlkurnar

Bresku hjónin Dan og Trish Scott dvöldu í Herhúsinu sumarið 2009. Trish er myndlistarkona og Dan tónlistarmaður. Þau leituðu að síldinni, bönkuðu meðal annars upp á hjá heimamönnum og báðu þá að teikna síld eftir minni, klæddu sig upp í fiskiroð til myndatöku og leituðu til fortíðar. Dan vann hljóðverk á ferð sinni um Róaldsbrakka - þar sem hann tengir Calypso-kónginn Harry Belafonte við síldarstúlkurnar og hvarf síldarinnar.

01-Track-1