Ýmislegt að gerast á safninu - sumarið 2015

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Síldarminjasafnið í júlí 2015 og ræddi við Örlyg Kristfinnsson, safnstjóra um fjölbreytileg verkefni safnsins. Fjölgun safngesta, ný sýning um raforkuframleiðslu í þágu síldariðnaðarins í Njarðarskemmu, endurreisn Salthússins - 18. aldar pakkhúss sem upphaflega var byggt við Hvítahafsströnd Rússlands og þátttaka safnsins í Norrænni strandmenningarhátíð í Maríuhöfn á Álandseyjum voru meðal viðfangsefna sem rætt var um. 

Viðtal við N4 í júlí 2013&v=TSbYSOZU9rY